Um félagið

 

SAR eru heildarsamtök fyrirtækja á Reykjanesi í öllum geirum sem hafa það meginmarkmið að skapa fyrirtækjum hagstæð skilyrði til að vaxa, þróast og bera arð. Innan samtakanna eru mörg aðildafélög sem hafa starfsemi á Reykjanesi. 

Þau tækifæri sem við höfum hér á Reykjanesi endurspeglast í því að við höfum eftirfarandi.

  •     Forskot og framúrskarandi aðstæður
  •     Alþjóðaflugvöllur og stórskipahöfn í Helguvík
  •     Upphaf verslunar á Íslandi, sjávarútvegur hefur verið stundaður hér frá aldaöðli
  •     Tæknivæddasta varmaorkuver á Íslandi
  •     Sí vaxandi ferðamannaiðnaður
  •     Gagnaver komin til að vera
  •     Höldum þessu forskoti

Stefna Samtaka atvinnurekanda á Reykjanesi

Hugmyndaauðgi og framtaksvilji er vaxtarbroddur atvinnulífsins í stóru og smáu.

Fyrirtæki þurfa að finna kröftum sínum viðnám í verðmætasköpun fyrir samfélagið.
SAR mun halda sjónarmiðum fyrirtækja vel á lofti og byggja upp sterk tengsl þeirra í millum.